Nýjast á Local Suðurnes

TM átti lang lægsta tilboðið í vátryggingar fyrir Reykjanesbæ

Ríkiskaup bauð á dögunum út vátryggingar fyrir hönd Reykjanesbæjar og tengdra félaga, Reykjaneshafnar,  Fasteigna RNB ehf., Tjarnargötu 12 ehf. og Útlendings ehf.. Meðal annars er um að ræða ökutækjatryggingar, brunatryggingar húseigna og lausafjár, slysatryggingar  leik- og grunnskólabarna og ábyrgðartryggingar, auk fjölda annara trygginga.

Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð sem opnuð voru um miðjan desember síðastliðinn og átti Tryggingamiðstöðin hf. lang lægsta boð eða rétt tæplega 30 milljónir króna en Sjóvá almennar tryggingar hf. það hæsta, tæplega 54 milljónir króna.

Tilboðin má sjá hér fyrir neðan í þeirri röð sem þau voru lesin upp við opnun hjá Ríkiskaupum:

1. Vátryggingafélag Íslands
kr. 49.114.852.-

2. Tryggingamiðstöðin hf.
kr. 28.988.263.-

3. Sjóvá almennar tryggingar hf.
kr. 53.774.667.-