Nýjast á Local Suðurnes

Tvö fyrirtæki buðu í endurnýjun sjóvarnargarða

Til stendur að endurnýja sjóvarnir á nokkrum köflum í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði á árinu. Bæði er um að ræða nýjar varnir og endubyggingu á eldri vörnum. Verkið var boðið út í lok síðasta árs og voru tilboð opnuð á dögunum.

Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboði í verkið, Íslenskir Aðalverktakar buðu 44.129.810 króna sem var um 16% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem bauð verkið út og Ellert Skúlason hf. bauð 36.821.550 króna eða 97% af kosnaðaráætlun verkkaupa.

Helstu magntölur verksins eru útlögn grjóts og kjarna, um 9.000 m³ og Endurröðun grjóts, um 3.500 rúmmetrar, verklok eru áætluð um miðjan september á þessu ári.