Nýjast á Local Suðurnes

Heildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8%

Heild­arfa­st­eigna­mat á Suður­nesj­um hækk­ar um 6,8%, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyr­ir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Heild­armat fast­eigna á Íslandi hækk­ar um 7,8% frá yf­ir­stand­andi ári og verður 6.293 millj­arðar króna.

Til samanburðar þá hækk­ar matið um 5,8% á Vest­ur­landi, um 6,9% á Vest­fjörðum, 0,2% á Norður­landi vestra, 5,7% á Norður­landi eystra, 5,6% á Aust­ur­landi og 4,8% á Suður­landi, mesta hækkunin er í Vopna­fjarðar­hreppi eða um 12,1% og um 12% í Vest­ur­byggð en mesta lækkunin er hins veg­ar í Akra­hreppi um 4,8% og á Blönduósi um 3,6%.