Heildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8%

Heildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8%, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári og verður 6.293 milljarðar króna.
Til samanburðar þá hækkar matið um 5,8% á Vesturlandi, um 6,9% á Vestfjörðum, 0,2% á Norðurlandi vestra, 5,7% á Norðurlandi eystra, 5,6% á Austurlandi og 4,8% á Suðurlandi, mesta hækkunin er í Vopnafjarðarhreppi eða um 12,1% og um 12% í Vesturbyggð en mesta lækkunin er hins vegar í Akrahreppi um 4,8% og á Blönduósi um 3,6%.