Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi kominn í skip

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Síðdegis í gær voru tólf gámar með rúmlega 300 tonnum af kísilmálmi lestaðir um borð í Lagarfoss sem sigldi síðan af stað með farminn á leið til Rotterdam, um er að ræða fyrstu sendinguna sem framleidd er í nýrri verksmiðju United Silicon hf. í Helguvík.

„Þetta eru stór og mikil tímamót fyrir okkur enda fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. Kísill framleiddur hjá United Silicon á Íslandi er þar með á leið til viðskiptavina félagsins í Evrópu.” Sagði stjórnarmaður fyrirtækisins í tilkynningu sem birt er í heild sinni á Vísi.is