Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær sker sig úr í fólksfjölgun – Airbnb hefur áhrif á fasteignaverð

Íbúm fjölgaði hlutfallsflega mest í Reykjanesbæ árið 2016, eða um 8%, Reykjanesbær stóð því undir um 15% fólksfjölgunar á landinu á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skúrslu greiningardeildar Arionbanka um þróun á húsnæðismarkaði.

Lítið atvinnuleysi og lítið framboð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru aðal ástæðurnar fyrir þessari þróun að mati greiningardeildarinnar, en auk þeirra er bent á að aukning í ferðaþjónustu sé einnig líkleg til að hafa áhrif. Þá hefur verð á húsnæði á Suðurnesjasvæðinu rokið upp, en hækkunin nemur um og yfir að 20%, ef tekið er mið af fasteignaauglýsingum í fjölmiðlum.

Athyglisvert: Það er nóg að gera í ferðabransanum

Þá kemur fram í skýrslunni að fasteignaverð á Suðurnesjum hafi í einhverjum tilvikum slagað upp í fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 300.000 krónur á fermetra um þessar mundir. Í skýrslunni, sem finna má hér, kemur einnig fram að gríðarleg hækkun hafi orðið í einstaka hverfum í Reykjanesbæ og sker Njarðvíkurhverfi sig úr, þar sem íbúðaverð hefur hækkað um tæp 25% á fimm mánuðum.

Tekjumöguleikar af útleigu íbúða í gegnum heimaleigu, eins og til dæmis Airbnb, er einnig talin hafa áhrif á fasteignaverð í ákveðnum hverfum, en í Keflavík einni eru 87 íbúðir skráðar til þessháttar leigu, en greiningardeildin telur að hagnaðarvon af leigu herbergis eða íbúðar verði til þess að fólk sé tilbúið til að greiða hærra verð fyrir fasteignir.

Fjölmargar íbúðir eru skráðar á vefi eins og Airbnb á Suðurnesjum

Fjölmargar íbúðir eru skráðar á vefi eins og Airbnb á Suðurnesjum