Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafólk hvatt til þess að skrá sig á lista bakvarðarsveitar í Velferðarþjónustu

Reykjanesbær hvetur alla sem hafa þess tök að skrá sig á lista bakvarðarsveitar velferðarþjónustu sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Þar er óskað sérstaklega eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa, börn með sértækar stuðningsþarfir, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur taka mið af viðkomandi starfi.

Velferðarþjónusta sinnir þjónustu við viðkvæman hóp íbúa og má mikið af þeirri þjónustu ekki falla niður þrátt fyrir þá vá sem er yfir landinu okkar þessi misserin og á fundi neyðarstjórnar Reykjanesbæjar á dögunum kom fram að Velferðarsvið gæti lent í vandræðum vegna manneklu.

Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ að hafa fólk af Suðurnesjum á listanum til þess að auðvelda mönnun starfa, þegar og ef til þess kemur.  Nánari upplýsingar og skráningu er að nálgast á:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/17/Bakvardasveit-velferdarthjonustu-oskad-eftir-starfsfolki-a-utkallslista/