Nýjast á Local Suðurnes

Hlupu 5 kílómetra á flugbraut á Keflavíkurflugvelli

Á dögunum fór fram fyrsta flugbrautarhlaup á Íslandi þegar um 60 öflugir starfsmenn Isavia og dótturfélaga hlupu 5 kílómetra leið á flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta var lokahnykkurinn á Hreyfileikum Isavia sem staðið hafa síðan 14. maí.

Fjöldi starfsmanna hefur tekið þátt í keppni þar sem fjöldi mínútna í hreyfingu var skráður og ýmsar þrautir þreyttar.

Hópur flugvallarstarfsfólks aðstoðaði við framkvæmd hlaupsins og hvatti hlaupara áfram með ljósum, látum og mikilli gleði.