Nýjast á Local Suðurnes

Engin hætta á að viðskiptavinir hefðu fengið “traðkaðar” Dominos pizzur

Birgir Örn Birgisson, upplýsingafulltrúi Domino‘s á Íslandi, segir að pizzadeig, sem traðkað var á af starfsmönnum fyrirtækisins í Njarðvík, hafa verið útrunnið og engin hætta á að það hefði farið í dreifingu til viðskiptavina. Myndband af athæfi starfsfólksins hefur farið um víðan völl veraldarvefsins í dag.

„Þetta var deig sem var útrunnið og fer aldrei út til viðskiptavina. Þeir bregða á leik áður en það fer í ruslið en það er náttúrlega ekki í lagi að þeir séu að haga sér með þessum hætti.“ Segir Birgir Örn við Vísi.is.

Hann segir málið vera í ferli og að svona atvik séu tekin föstum tökum af hálfu fyrirtækisins.