Nýjast á Local Suðurnes

Samgönguráðherra: “Innanlandsflugið ekki flutt til Keflavíkur”

Nýr samgönguráðherra, Jón Gunnarsson segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað en að miðstöð innanlandsflugs verði í Reykjavík. Ekki verði búið að reisa annan flugvöll áður en til standi að loka annarri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli.

Rætt var við Jón í Morgunútvarpinu á Rás 2. Þar sagðist Jón ekki útiloka að flugvöllurinn geti farið úr Vatnsmýri en telur ekki koma til greina að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.

„Það kemur ekki til greina í mínum huga að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Það er mín afstaða.” Sagði samgönguráðherra.

Hlusta má á viðtalið við samgönguráðherra í heild sinni hér.