Nýjast á Local Suðurnes

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar orðinn sá stærsti á landinu

Í haust hófu 411 nemendur nám við tónlistarskólann í Reykjanesbæ fyrir utan forskólanemendur og er skólinn þar með orðinn stærsti tónlistarskóli landsins.

Þetta kom fram í kynningu sem Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hélt fyrir Fræðsluráð Reykjanesbæjar á fundi þess í vikunni.

Skólinn heldur upp á 20 ára afmæli á skólaárinu og er metnaðarfull dagskrá hjá skólanum í tilefni af því. Einnig mun skólinn halda landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita fyrir yngri lúðrasveitir í apríl þar sem gert er ráð fyrir um 750 þátttakendum.

Á fundinum óskaði skólinn eftir stuðningi við landsmótið sem haldið verður í vor og hvetur fræðsluráð til þess að sveitarfélagið styðji þann viðburð auk þess að styðja áfram vel við starfsemi tónlistarskólans.