Nýjast á Local Suðurnes

Miklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í Njarðvíkurhöfn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tilkynning barst í gær til lögreglunnar á Suðurnesjum þess efnis að brotist hefði verið inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni af lyfjum. Var einkum um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og annarra ávanabindandi lyfja og  og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Hafði hann eða þeir sem þarna voru að verki brotið festingu í glugga og komist þannig inn.

Þá var tilkynnt um innbrot í bát í Njarðvíkurhöfn. Úr lyfjakistu í honum var stolið morfíni og sterkum verkjalyfjum. Stutt er síðan brotist var inn í báta í höfninni og þaðan stolið verðmætum fyrir milljónir króna, en eigandi eins bátsins sagði öryggismál á svæðinu afar léleg.

Lögregla rannsakar málin.