Nýjast á Local Suðurnes

Staðinn að sjampóhnupli

Karlmaður sem staðinn var að þvi að stela vörum úr verslun í Njarðvík í
vikunni hafði stungið inn á sig kremi, tannkremi og sjampói. Starfsmenn
verslunarinnar stóðu hann að hnuplinu og voru með hann inni á
verslunarstjóraskrifstofu þegar lögreglumenn á Suðurnesjum mættu á vettvang.

Maðurinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöð.