Nýjast á Local Suðurnes

Öflugir skjálftar vekja Suðurnesjamenn

Afar öflug skjálftahrina gengur nú yfir við Fagradalsfjall, en þrír snarpir skjálftar hafa vakið Suðurnesjamenn af værum blundi. Klukkan 00:42 varð skjálfti 3,8 að stærð og 01:40 mældist skjálfti 4,1 að stærð.

Hús hristust svo vel á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes klukkan tvö þegar sá þriðji reið yfir, en samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar mældist sá skjálfti 4,7, óyfirfarinn.