Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Birnir leikur áfram með Keflavík

Jóhann Birnir Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Keflavík og gildir hann fram á haust.  Það er því frágengið að Jóhann verður með Keflavík í sumar og ljóst að reynsla hans mun nýtast liðinu vel, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Keflavíkur.

Jóhann Birnir er 38 ára og er úr Garðinum.  Hann hóf ferilinn á heimaslóðum með Víði en hóf að leika með Keflavík árið 1994.  Hann á að baki 168 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og hefur skorað 41 mark.  Alls hefur hann leikið 247 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík árið 2012.  Jóhann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð.  Hann á að baki átta landsleiki auk leikja með yngri landsliðum.