Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við tvo leikmenn

Hjalti Friðriksson kemur frá ÍR og Sigurður Dagur snýr aftur

“Við erum að fylla í þau skörð sem hafa myndast í hópinn og erum mjög ánægðir með þessa tvo nýju liðsmenn.” sagði Gunnar Örlygsson formaður körfuknattleiks deildar Njarðvíkur í samtali við karfan.is sem greindi fyrst frá féagsskiptunum.

Hjalti Friðriksson er miðherji sem hefur leikið með ÍR-ingum undanfarin ár í Dominos deildinni og er ætlað er að fylla skarð það sem Snorri Hrafnkelsson skildi við sig.

Sigurður Dagur Sturluson er að snúa aftur til Njarðvíkur, hann er uppalinn hjá félaginu en gekk til liðs við Stjörnuna árið 2012.