Nýjast á Local Suðurnes

Óþægindin geta verið margskonar þegar kemur að fjármálunum

Við fáum öll reikninga til að borga mánuð eftir mánuð eftir mánuð. Flestir borga þá en margir eru sífelt að gleyma að borga þessa reikninga á réttum tíma og fá oft í magann þegar þeir uppgötva að þeir gleymdu því. Ein af ástæðunum er vani. Við venjum okkur á að geyma. Þegar við fáum reikningana í umslagi eða á heimabankann þá hugsum við um að það sé langt í gjalddaga, hættum að hugsa um það og gerum annað. Síðar fá um við hnút í magann þegar við munum allt í einu eftir reikningunum. Þessu getur fylgt aukakostnaður ef við gleymum okkur og greiðum of seint. Dæmi um aukakostnað er að ofan á 20.000 króna reikning bætist um 3.000 króna innheimtukostnaður og vextir strax og farið er yfir eindaga.

haukurhilmars

Haukur Hilmarsson fjarmálaráðgjafi

Frestun án ástæðu er þegar við sleppum því að gera það sem við erum ekki vön að gera. Við viljum ekki stíga út úr þægindum okkar til að gera eitthvað sem okkur finnst óþægilegt eða skammarlegt. Óþægindin geta verið margskonar. Það er ekki bara óþægilegt að hafa samband við einhvern sem við skuldum pening heldur getur fólki fundist óþægilegt að borga jafnvel hefðbundna reikninga á gjalddaga. Margir upplifa eins og þau séu að tapa peningunum sínum og verði blönk ef þau borga reikningana í dag.

Ástæðan er oftar en ekki falin djúpt í hegðunarmunstri okkar. Á meðan fjármálin eru einungis tölur þá eru tilfinningar okkar að trufla jafnvel einföldustu verk.

Lausnin er skipulag. Skrá niður alla reikninga sem þarf að borga og skipuleggja hvernig og hve mikið þarf að borga. Á www.skuldlaus.is er ég með verkefni og fræðslu sem hægt er að nota til að byggja upp skipulag og fyrlgja því.  Um leið og við sjáum bókhaldið á blaði og hvernig það mun ganga upp hjá okkur að borga reikninga og eiga pening til að kaupa mat þá eigum við auðveldara með að taka ákvarðanir um að borga. Óttinn við að verða blankur í enda mánaðar er óþarfur því peningurinn dugar ef við höfum gert góða áætlun og gætum þess að fylgja henni.