Nýjast á Local Suðurnes

Japanskir embættismenn fræddust um nýtingu jarðvarma í Grindavík

Þann 23. desember síðastliðinn, kom fríður flokkur Japana í heimsókn á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar. Í hópnum voru embættismenn og forstjórar frá borginni Ibusuki en hún er þekkt fyrir svarta sanda og heit jarðböð.

Tilgangur heimsóknarinnar var einmitt að fræðast um nýtingu jarðvarma á hagkvæman og umhverfisvænan hátt sem og um uppbyggingu ferðamannastaða samhliða en það starf og sú uppbyggingin sem hefur verið unnin á þessu sviði í Grindavík og í Auðlindagarði HS orku hefur vakið athygli á heimsvísu, segir á heimsíðu Grindavíkur.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum og fór yfir og svaraði fjölmörgum spurningum og að lokum skiptust hann og Hiroshi Sato, aðstoðarbæjarstjóri Ibusuki, á gjöfum.