Nýjast á Local Suðurnes

Samherji býður á fund

Mynd: Heimasíða Samherja / Eldisstöð Grindavík

Samherji fiskeldi býður til kynningarfundar í tilefni af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi. Fundurinn verður í formi opins húss og boðið verður upp á léttar veitingar. 

Íbúum og öllu áhugafólki um atvinnuuppbyggingu á svæðinu er boðið að mæta svo að sjónarmið sem flestra komi fram.

Kynningarfundurinn verður haldinn í Courtyard by Marriott, Reykjanesbæ fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17–19