Nýjast á Local Suðurnes

Gerðu þínar eigin múslístangir – Hollt, gott og fljótlegt

Uppskriftirnar hér fyrir neðan eru hollar, góðar og einfaldar í matreiðslu. Prófaðu þessar stangir og mundu að þær er best að geyma í kæli eftir að þær eru tilbúnar. Það má svo auðvitað poppa þetta upp og blanda saman við þær þeim fræjum og hnetum sem þér þykja bestar.

Múslístangir – bakaðar 

Það sem þarf að hafa við höndina:
75 g þurrkaðar apríkósur
50 g þurrkaðar fíkjur
50 g döðlur
400 g haframjöl
50 g sólblómafræ
100 g grófhakkaðar hnetur
100 g maltbrauðsmylsna
200 g sykur
225 g síróp
250 g smjör

Sólblómafræ, hnetur og maltbrauðsmylsna er brúnuð á pönnu þar til hneturnar eru gullinbrúnar.
Bræðið smjör, síróp og sykur saman, við vægan hita á annarri pönnu.
Blandið öllum þurrefnum saman við sírópsblönduna og hellið í mót ca. 30×23 cm klætt bökunarpappír.
Bakið í ca. 25 mín við 180° C.
Kælið og skerið í passlegar stangir.

Müslibar 

Það sem þarf að hafa til taks:
30 g möndlur
30 g heslihnetur
4 msk kókosolía
40 g haframjöl
5 tsk. appelsínumarmelaði
Safi úr einni appelsínu
Rifinn sítrónubörkur

Skraut 70% súkkulaði – Eftir smekk.

Ristið möndur og hnetur í kókosolíunni. Bætið haframjöli, marmelaði, sítrónuberki og appelsínusafa saman við og látið krauma þar til appelsínusafinn hefur gufað upp.
Hellið í fat / form og pressið niður. Kælið í minnst 2 tíma. Skerið í stangir og geymið í kæli. Ef vill má hjúpa stangirnar að hluta með súkkulaði.