Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægur sigur hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar eru enn í bullandi fallbaráttu í annari deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa tekið stigin þrjú gegn liði Hugins á Fellavelli á Egilsstöðum, enda önnur deildin ótrúlega spennandi og fá stig sem skilja liðin á botninum að.

Leikurinn var baráttuleikur frá upphafi til enda, heimamenn voru sterkari aðilinn til að byrja með en Njarðvíkingar beittu hröðum skyndisóknum á erfiðum útivelli og voru stöðugt ógnandi.

Theodór Guðni náði að setja mark á 73 mín. Eftir markið hófst mikill barátta og voru Njarðvíkingar óheppnir að setja ekki annað mark og innsigla sigurinn en Njarðvíkingar náðu að halda hreinu og hirða öll stigin.

Njarðvíkingar hafa verið óheppnir í sumar og sigurinn á Huginn sýnir að liðið getur unnið hvaða lið sem er en Huginn er sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins, þann 1. september á útivelli, verður ekki síður mikilvægur en þá leikur liðið gegn sterku liði ÍR sem situr í öðru sæti deildarinnar.