Nýjast á Local Suðurnes

Neðri deildirnar – Öll Suðurnesjaliðin nældu í stig

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Víðir blandar sér að fullri alvöru í toppbaráttu 2. deildarinnar í knattspyrnu, eftir sigur á Völsungi frá Húsavík á heimavelli í gær, 2-1. Víðismenn lentu undir í fyrrihálfleik, en Dejan Stamenkovic jafnaði metin á 75. mínútu og Milan Tasic tryggði stigun þrjú rétt fyrir leikslok. Víðismenn eru í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum frá 2. sætinu eftir sigurinn.

Njarðvíkingar eru enn efstir í deildinni, eftir jafntefli gegn Aftureldingu. Styrmir Gauti kom Njarðvík yfir á 25. mínútu leiksins, eftir hornspyrnu en hann náði að koma boltanum í netið eftir mikið þóf í teignum. Heimamenn í Aftureldingu náðu svo að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik.

Í þriðju deildinn lögðu Þróttarar Ægi með tvemur mörkum gegn engu. Þróttarar verma fjórða sæti deildarinnar.

Reynir Sandgerði og Vængir Júpiters gerði jafntefli á Sandgerðisvelli, 0-0. Stigið var kærkomið fyrir Sandgerðinga sem sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig.