Nýjast á Local Suðurnes

Það er svona auðvelt að stela af snertilausum kortum – Myndband!

Það virðist ekki vera ýkja flókið að stela peningum af snertilausum kredit- og debetkortum, ef eitthvað er að marka myndband sem starfsfólk á sænskum pizzastað birti á Fésbókarsíðu sinni á dögunum.

Myndbandið fór á flug á veraldarvefnum um helgina, en þar sýnir starfsfólkið hversu auðvelt er að næla sér í pening, þrátt fyrir að kortin séu geymd í veski og buxnavasa.