Ökumenn hafa lent í vandræðum í slæmu skyggni

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur ökumenn til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu, en skyggni á Suðurnesjum er slæmt og víða hált á vegum.
Þá minnir lögregla á, í tilkynningu á Facebook, að gul viðvörun Veðurstofunnar sé gildi til klukkan 16 í dag og bendir á að dæmi séu um að ökumenn hafi lent í vandræðum í umferðinni það sem af er degi.