Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 100 starfsmenn Isavia tóku þátt í Lífshlaupinu

Mynd: Isavia

Góð þátttaka var hjá starfsfólki Isavia í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins sem haldin var í febrúar. Hópurinn hafnaði í þriðja sæti á landsvísu í sínum flokki. Isavia keppti í flokki vinnustaða með 800 starfsmenn eða fleiri en vinnustaðakeppnin stóð í þrjár vikur. Yfir 100 starfsmenn Isavia tóku þátt í hlaupinu og hreyfðu sig samtals í 1.282 daga í sem nemur samtals í 102.820 mínútur.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Fimm starfsmenn á C-vaktinni í flugvallaþjónustunni á Keflavíkurflugvelli voru með hlutfallslega flesta daga í hreyfingu og fengu viðurkenningu fyrir þennan frábæra árangur.