Nýjast á Local Suðurnes

Isavia segir á annað hundrað starfsmönnum upp

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, hefur sagt upp á annað hundrað starfsmönnum frá og með næstu mánaðarmótum.

Samkvæmt heimildum suðurnes.net mun nokkrum starfsmönnum til viðbótar hafa verið boðið lægra starfshlutfall.

Uppfært klukkan 18:10 – Fyrirtækið hefur sent frá sér tilkynningu hvar fram kemur að 133 hefur verið sagt upp og 12 til viðbótar boðið lægra starfshlutfall.