Nýjast á Local Suðurnes

Garðbúar rokkuðu feitt í Eldborgarsal Hörpu

Rokksamspil tónlistarskólans fékk Nótuverðlaun fyrir framúrskarandi tónlistarflutning í opnum flokki á lokahátíð Nótunnar uppskeruhátíð tónlistarskóla 2018.

Lokaathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4.mars. Einnig var hljómsveitin valin úr hópi verðlaunahafa til að endurflytja lagið sitt á lokahátíðinni ásamt tveimur öðrum atriðum sem er mikill heiður fyrir skólann.

Þetta er fimmta Nótan sem nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði fá á Nótunni frá því að Nótan byrjaði árið 2009