Nýjast á Local Suðurnes

Miklu magni af reiðtygjum og hnökkum stolið

Brotist var inn í hesthús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og miklu magni af reiðtygjum stolið. Hesthúsið var læst með lás en hann hafði verið fjarlægður þegar eigandinn kom að húsinu. Meðal þess sem stolið var voru voru sjö hnakkar, mörg beisli, reiðhjálmar og ýmis annar búnaður sem notaður er í hestamennsku.

Lögreglan rannsakar málið.