Fimm skjálftar yfir þremur að stærð

Fimm skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst norðvestur af Grindavík við Eldvörp frá klukkan hálf tólf í dag. Dá stærsti var 3,7 að stærð.
Frá miðnætti hafa mælst að minnsta kosti 360 skjálftar og síðasta sólarhring voru þeir 750.