Nýjast á Local Suðurnes

Mest lesnu pistlar ársins: Óþægilegu hlutar fjármálanna og Beruð kynfæri

Pistlahöfundar Local Suðurnes fóru mikinn á árinu og hömruðu á lyklaborðin um allt milli himins og jarðar, allt frá skuldum heimilanna til berra kynfæra.

Árni Árna

Árni Árna er öflugur á ritvellinum

Árni Árnason er öflugur pistlahöfundur sem skrifar föstudagspistla á léttu nótunum, stundum með pólitísku ívafi en þó ekki alltaf. Árni á fjórða mest lesna pistil ársins á Local Suðurnes en í pistlinum skrifar Árni meðal annars um beruð kynfæri, sjálfan sig og offitu.

Ritstjórinn á það til að vera á alvarlegu nótunum, hann skrifaði nokkra pistla og komst þessi pistill ritstjórans um ráðningar Reykjanesbæjar í þriðja sætið yfir mest lesnu pistlana á árinu sem er að líða.

Pistlar Hauks Hilmarssonar fjármálaráðgjafa vöktu mikla athygli á árinu og voru tveir pistlar Hauks nær jafn mikið lesnir, þessi hér um óþægilegu hluta fjármálanna og svo var pistill Hauks um sparnaðarráð vikunnar vinsæll hjá lesendum Local Suðurnes.