Nýjast á Local Suðurnes

Körfuboltaveisla í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík mætir Keflavík

Það var hart skotið á Snappinu þegar liðin áttust við á síðasta tímabili

Það má búast við hörkuslag í Ljónagryfju Njarðvíkinga í kvöld þegar heimamenn taka á móti nágrönnunum og erkifjendunum úr Keflavík. Liðunum er ekki spáð góðu gengi í Dominos-deildinni í ár og búast má við að bæði lið vilji sýna að sú spá eigi ekki við rök að styðjast.

Bæði lið hafa fengið öfluga erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök, Keflvíkingar sömdu á dögunum við rúmlega tveggja metra kraft-framherja, Amin Stevens sem spilaði í þrú ár með Florida A&M háskólanum (NCAA d1) og Njarðvíkingar fengu einnig stóran og stæðilegan leikmann, sem slagar í tvo metrana, Corbin Jackson frá Florida Tech háskólanum í USA. Njarðvíkingar hafa einnig tilkynnt að Stephan Bonneau sé klár í slaginn.

Leikurinn hefst klukkan 18:15 og er rétt að benda fólki á að mæta tímalega, þar sem alla jafna er nær uppselt á leiki þessara liða.