Nýjast á Local Suðurnes

Ferðu snemma í ræktina? – Þá er þessi kaffi og próteindrykkur rétta boostið!

Það getur reynst fólki erfitt að fara á fætur við fyrsta hanagal og skella sér í ræktina. Það eru þó nokkrir sem leggja það á sig og þá getur réttur morgunverður skipt sköpum.

Næringarfræðingurinn Liam Holmes er með ráð undir rifi hverju þegar kemur að því að ráðleggja fólki um næringu fyrir æfingar, þessi drykkur kemur beint úr smiðju Liams og mælir kappinn með því að fólk skelli hafragrautnum í sig rétt fyrir svefninn og þessari bombu áður en haldið er af stað í ræktina.

  • 1 bolli rótsterkt kaffi
  • 1 stór skeið af vanillu próteinpúðri
  • 1 teskeið kókosolía
  • 2 skeiðar (8oomcg) Tyrosine púðri (fæst í öllum betri líkamsræktarbúðum)
  • Þessu verður svo að sjálfsögðu að blanda vel saman í þar til gerðu tæki!