Nýjast á Local Suðurnes

Systur deildu fyrsta sæti í stærðfræðikeppni FS

Systurnar Guðbjörg Viðja og Sigurbjörg Erla Pétursdætur, úr Vogum, lentu báðar í 1. sætinu í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem haldin var þann 14. mars síðastliðinn. Þátttakendur voru 119 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum, en tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Þær systur eru í 9. bekk í Stóru-Vogaskóla og hafa áður staðið sig vel í þessari keppni, en þetta er annað árið í röð sem þær systur deila fyrsta sætinu.