Nýjast á Local Suðurnes

Vinsælast 2015: Suðurnesjamaður í Póker og feðgarnir Ragnar og Adam

Guðmundur Auðun einbeyttur á svip - Mynd Pókersamband Íslands

Topp fimm listinn yfir vinsælasta efnið á Local Suðurnes fyrir árið 2015 breyttist í topp sex listann, því þegar rennt var yfir tölfræði síðunnar kom í ljós að tvær fréttir voru nákvæmlega jafn mikið lesnar í 5-6 sæti.

“Temmilega kærulaus” ungur Suðurnesjamaður, Guðmundur Auðun Gunnarsson tryggði sér sæti á lokaborðinu á Íslandsmeistaramótinu í póker, sem spilað var í Reykjavík í haust. Guðmundur komst á lokaborðið í 5. sæti af yfir 200 spilurum sem hófu leik.

Gamanið í úrslitunum var þó stutt því Guðmundur féll úr leik eftir einungis fimm mínútna leik á lokaborðinu.

Hér má finna fréttina sem varð sú 5. – 6. vinsælasta á árinu.

 

Ragnar sótti soninn til Slóvakíu

Feðgarnir Ragnar og Adam stóðu í ströngu á árinu, en eins og flestir vita skilaði Adam sér ekki til baka til föður síns eftir dvöl hjá móður sinni. Frétt Local Suðurnes um stuðningssíðu fyrir feðgana var mikið lesin en hana má finna hér.

ragnar vilhelm

Feðgarnir Ragnar og Adam stóðu í ströngu á Árinu