Stór krani valt á Keflavíkurflugvelli
Stór byggingakrani, sem notaður er við framkvæmdir vegna stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar valt ofan í skurð á vinnusvæðinu, nú fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net urðu ekki slys á fólki við atvikið.
Lögreglan á Suðurnesjum er á svæðinu og rannsakar tildrög slyssins.