Nýjast á Local Suðurnes

Sara sjötta eftir fyrsta daginn

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í sjötta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Heimsleikunum í crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum. Sara er enn efst Íslensku kvennana sem taka þátt í leikunum.

Sara endaði í 7. sæti í fyrstu grein dagsins sem samanstóð af sundi og hlaupi, hún lenti í 6. sæti í annari greininni sem var hjólreiðar og í 12. sæti í lokagrein dagsins sem voru upphífingar og lyftingar.

Keppnin heldur áfram á morgun og verður keppt í hindrunarhlaupi, lyftingum og svokölluðu Tripple-G Chipper, sem samanstendur af nokkrum greinum.