Nýjast á Local Suðurnes

Kaffitár kærir Isavia í sjöunda sinn – Vilja fá upplýsingar um keppinauta

Kaffitár hefur kært Isa­via til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál vegna synj­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins á af­hendingu gagna vegna for­vals um út­leigu á veit­inga­rými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Útboðið for fram árið 2014 og missti Kaffitár aðstöðu sína í flugstöðinni í kjölfarið.

Þetta er sjöunda kæra Kaffitárs vegna málsins, en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði í júní í fyrra að af­henda bæri gögn vegna for­vals­ins sem Kaffitár hafði þá óskað eft­ir. Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Kaffitárs, seg­ir að Isa­via hafi í byrj­un árs­ins af­hent þeim ein­hver gögn sem óskað hafði verið eft­ir, en hins veg­ar hafi rík­is­fyr­ir­tækið strikað með svört­um tús­spenna yfir þær upp­lýs­ing­ar sem fyr­ir­tæk­inu fannst að Kaffitár ætti ekki að fá aðgang að, þær upplýsingar vilja stjórnendur Kaffitárs fá aðgang að.