Nýjast á Local Suðurnes

Einn ökumaður með kjötexi og annar undir áhrifum fíkniefna á ótryggðum bíl

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur verið dugleg við að stöðva og handtaka öku­menn á und­an­förn­um misserum vegna akst­urs und­ir áhrif­um fíkni­efna. Einn öku­mann­anna, sem sýna­tök­ur staðfestu að hefði neytt am­feta­míns og kanna­bis­efna var með kjötexi og hnúa­járn milli sæt­anna í bif­reið sinni, sem var ótryggð.

Ann­ar sem ók und­ir áhrif­um fíkni­efna var með meint am­feta­mín í bif­reið sinni og farþegar í tveim bif­reiðum til viðbót­ar fram­vísuðu kanna­bis­efn­um. Enn einn ökumaður­inn sem reynd­ist hafa neytt am­feta­míns og kanna­bis­efna ók ótryggðri bif­reið.