Nýjast á Local Suðurnes

Lyfjaþjófur skildi eftir skilaboð: “þakka lyfin sorry. Þarf að borga mitt.”

Karlmaður var í gær sýknaður af ákæru  um að hafa brotist inn á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og tekið lyf ófrjálsri hendi.

Í dómnum kemur fram að ýmsar brotalamir hafi verið á rannsókn lögreglu, en meðal annars gleymdist að taka fingraför og myndbandsupptökur týndust á meðan á rannsókn stóð.

Þá kom fram í dómnum að þjófurinn hafi beðist afsökunar á þjófnaðinum, en þegar hjúkrunarfræðingur kom að lyfjaskápnum sem stolið var úr blöstu við honum skilaboð á tölvuskjá: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“

Sá grunaði neitaði ávallt sök og taldi dómurinn að ekki hafi verið sannað að hann hafi þar verið að verki og var hann því sýknaður.