Nýjast á Local Suðurnes

Isabella Ósk semur við Njarðvík

Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi í kvöld við kvennalið Njarðvíkur og mun ljúka tímabilinu með Ljónynjum. Um gríðarlegan hvalreka er að ræða enda Isabella í hópi sterkustu leikmanna deildarinnar, segir í tilkynningu.

Í þeim sjö deildarleikjum sem Isabella Ósk hefur leikið með Breiðablik á tímabilinu hefur hún verið með 12,3 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í leik og tæpa 22 framlagspunkta að jafnaði sem gerir hana að sjöunda framlagshæsta leikmanni deildarinnar þegar þetta er ritað.

„Koma Isabellu styrkir hópinn okkar gríðarlega enda er hér á ferðinni einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Við fögnum því að fá Isabellu í Ljónagryfjuna og erum spennt að sjá hvernig henni gangi að ná utan um þræðina í okkar liði,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari.

Í samtali við Isabellu við undirskriftina sagði hún að tími hefði verið kominn til að leita á ný mið. „Ég vissulega kveð Blika með söknuði enda mitt uppeldisfélag en held nú inn í toppbaráttuna með Njarðvík. Mér hefur fundist liðið mjög spenanndi í Njarðvík og er spennt að hefja störf með Rúnari, Lárusi og þessum sterka hóp.“

Mynd: UMFN / JBÓ