Nýjast á Local Suðurnes

Snjómokstri hætt og víða orðið ófært

Snjómokstri hefur verið hætt innanbæjar í Reykjanesbæ og er víða orðið ófært. Sömu sögu er að segja af öðrum byggðakjörnum á Suðurnesjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að þungfært sé nær allstaðar á Suðurnesjum og eru íbúar hvattir til að halda sig heima við.