Nýjast á Local Suðurnes

Hætta leit í Grindavík – Þungbær ákvörðun

Leit að manni sem talið er að fallið hafiofan í sprungu í Grindavík hefur verið hætt. Ákvörðun um þetta var tekin vegna þess hve erfiðar aðstæður séu á svæðinu. Ákvörðunin var tekin í samráði við aðstandendur.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu RÚV ákvörðunina vera afar þungbæra þeim sem stóðu að leitinni.

„Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann.