Nýjast á Local Suðurnes

Konukvöld í Eldey í kvöld – Allar smiðjur opnar

Það verður án efa fjör og ljúf stemning í bland í Eldey í kvöld þegar þar verður haldið konukvöld með tilheyrandi léttum veitingum, heitu súkkulaði, piparkökuum og ljúfri tónlist. Fjölbreyttur og fallegur varningur verður til sölu.

Guðbjörg Jónsdóttir verður með erindi kl. 19:30 sem ber heitið “Langar þig að læra að hlaupa og líða vel á meðan”. Dagskráin hefst klukkan 18 og stendur til 21, allar smiðjur verða opnar á meðan á dagskránni stendur.