Nýjast á Local Suðurnes

Peter Ness gerir “Black Jack” gjöfurum lífið leitt – Myndband!

Það er ýmislegt að finna á veraldarvefnum, en á meðal þess sem þar er hægt að gera sér til dundurs er að spila fjárhættuspil, eins og “Black Jack” með gjafara eða “dealer” úr raunheimum. Maður að nafni Peter Ness hefur undanfarið gert starfsfólki þessara spilavíta lífið leitt með flottu notendanafni sem hann hefur sett saman úr nafni sínu.

Kappinn spilar undir notendanafninu P.Ness og er óborganlegt að sjá gjafarana kynna kappann til leiks, en hann hefur sett saman stutt myndband sem er að slá í gegn á Youtube og hefur fengið vel yfir milljón áhorf síðan það var sett inn í morgun. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.