Nýjast á Local Suðurnes

Sjáðu tvö FYNDNUSTU myndböndin á veraldarvefnum!

Efnisveitan Youtube er eins og flestir vita endalaus uppspretta skemmtilegra myndbanda en eins og gengur og gerist hafa nokkur myndbönd fengið meiri athygli notenda en önnur. Hér fyrir neðan má sjá tvö af þeim myndböndum sem hafa fengið mikla athygli í grín-deildinni.

Það fyrra er aprílgabb sem sló í gegn árið 2015 og sýnir þá Alex og Ralph prófa að drekka helíum bjór. Myndbandið hefur fengið um fimm milljón áhorf á efnisveitunni. Það síðara hefur fengið um 11 milljón áhorf og er bráðskemmtilegt viðtal sem hollenskur sjónvarpsmaður tók fyrir allmörgum árum og leystist upp í algjöra vitleysu.