Nýjast á Local Suðurnes

Svona komum við í veg fyrir að “veipfilma” myndist á bílrúðum – Myndband!

Rafrettur og bílrúður virðast ekki eiga mikla samleið ef eitthvað er að marka umræður sem skapast um málið annan hvern dag á afþreyingarsíðum á veraldarvefnum, en þar er helst kvartað sáran yfir því hversu erfitt er að þrífa “veipfilmu” af bílrúðum hvar venjulegt glerhreinsiefni virðist engan veginn duga til.

Ýmis ráð eru gefin á reddit og slíkum vefsíðum hvar umræðan kemur upp, en svo virðist sem þetta einfalda ráð sem sýnt er í myndbandinu hér fyrir neðan skjóti oftast upp kollinum þegar rætt er um lausnir á málinu en þessi aðferð á ekki aðeins að hreinsa “filmuna” af rúðunum heldur einnig koma í veg fyrir að hún myndist strax aftur.