Nýjast á Local Suðurnes

Fróðleikur og fjör hjá 200 konum í kvenfélagsgöngu í Grindavík

Það var föngulegur hópur kvenna sem gekk um Grindavík síðastliðinn fimmtudag í blíðskaparveðri, en á hverju ári hittast kvenfélagskonur úr Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og ganga saman. Í ár var níunda gangan og mættu um 200 konur. Genginn var léttur hringur með fróðlegum stoppum en eftir göngu var farið í Gjánna þar sem boðið var upp á súpu og kaffi og meiri fróðleik.

Þá voru voru verslanir í bænum kynntar sem höfðu opið sérstaklega fyrir göngugesti fram eftir kvöldi. Einnig voru kynnt fyrirtæki og veitingastaðir sem taka á móti hópum í Grindavík, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar, en þar er einnig að finna fleiri  myndir frá göngunni.