Nýjast á Local Suðurnes

Erfitt að manna vaktir í aðgerða- og vettvangsstjórn

Landsstjórn björgunarsveita hefur farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en 22. desember 2023. Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir einnig að Slysavarnafélagið Landsbjörg sé sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu.

Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felst í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun er krafist. Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember sl. var 3800 manna sveitarfélag rýmt og hafa íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum.

Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík, sjá viðhengi.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgos sem hófst við Sundhnúkagíga 18. desember sl. virðist nú lokið.

Að öllu óbreyttu verður viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita eins og hér greinir í og við Grindavíkurbæ.

Á þorláksmessu 23. desember 2023:
Lokunarpóstar verða á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi.
Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar mega gista í bænum.
Óviðkomandi einstaklingum verður ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu.
Helstu fjölmiðlar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta.

Ábendingar frá lögreglustjóra fyrir daginn:

• Landris er hafið á ný við Svartsengi.
• Samkvæmt gildandi hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum og sprunguhreyfingum.
• Gos getur hafist í Grindavík eða í næsta nágrenni með stuttum fyrirvara. Hefjist gos í Grindavík verður fátt um bjargir. Huga þarf fyrst að öryggi viðbragsaðila áður en kemur að björgun annarra.
• Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inn á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.
• Viðbragð björgunarsveita verður skert þennan dag. Engin björgunarsveit verður í Grindavík. Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.
• Hefjist gos í eða við Grindavík verða send út sms skilaboð í síma inn á svæðinu með þessum texta: RÝMING RÝMING! Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð. RÝMING RÝMING ……. EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.
• Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.
• Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum.
• Mögulegar flóttaleiðir: Nesvegur, Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur.

Á aðfangadag 24. desember 2023:
Lokunarpóstar verða á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi.
Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar mega gista í bænum.
Óviðkomandi einstaklingum verður ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu.
Helstu fjölmiðlar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta.

Ábendingar frá lögreglustjóra fyrir daginn:

• Landris er hafið á ný við Svartsengi.
• Samkvæmt gildandi hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum og sprunguhreyfingum.
• Eldgos getur hafist í Grindavík eða í næsta nágrenni með stuttum fyrirvara. Hefjist gos í Grindavík verður fátt um bjargir. Huga þarf fyrst að öryggi viðbragðsaðila áður en kemur að björgun annarra.
• Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inn á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.
• Viðbragð björgunarsveita verður skert þennan dag. Engin björgunarsveit verður í Grindavík. Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.
• Hefjist gos í eða við Grindavík verða send út sms skilaboð á gsm síma inn á svæðinu með þessum texta: RÝMING RÝMING! Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð. RÝMING RÝMING ……. EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.
• Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.
• Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum.
• Mögulegar flóttaleiðir: Nesvegur, Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur.

Á jóladag 25. desember 2023:
Lokunarpóstar verða á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi.
Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar mega gista í bænum.
Óviðkomandi einstaklingum verður ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu.
Helstu fjölmiðlar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta.

Ábendingar frá lögreglustjóra fyrir daginn:

• Landris er hafið á ný við Svartsengi.
• Samkvæmt gildandi hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum og sprunguhreyfingum.
• Eldgos getur hafist í Grindavík eða í næsta nágrenni með stuttum fyrirvara. Hefjist gos í Grindavík verður fátt um bjargir. Huga þarf fyrst að öryggi viðbragðsaðila áður en kemur að björgun annarra.
• Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inn á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.
• Viðbragð björgunarsveita verður skert þennan dag. Engin björgunarsveit verður í Grindavík. Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.
• Hefjist gos í eða við Grindavík verða send út sms skilaboð á gsm á síma inn á svæðinu með þessum texta: RÝMING RÝMING! Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð. RÝMING RÝMING ……. EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.
• Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.
• Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum.
• Mögulegar flóttaleiðir: Nesvegur, Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur.

Á öðrum degi jóla, 26. desember 2023:
Lokunarpóstar verða á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi.
Íbúar í Grindavík, eigendur fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta allan sólarhringinn og íbúar mega gista í bænum.
Óviðkomandi einstaklingum verður ekki hleypt inn fyrir lokunarpósta að svo stöddu.
Helstu fjölmiðlar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta.

Ábendingar frá lögreglustjóra fyrir daginn:

• Landris er hafið á ný við Svartsengi.
• Samkvæmt gildandi hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum og sprunguhreyfingum.
• Eldgos getur hafist í Grindavík eða í næsta nágrenni með stuttum fyrirvara. Hefjist gos í Grindavík verður fátt um bjargir. Huga þarf fyrst að öryggi viðbragðsaðila áður en kemur að björgun annarra.
• Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inn á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.
• Viðbragð björgunarsveita verður skert þennan dag. Engin björgunarsveit verður í Grindavík. Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.
• Hefjist gos í eða við Grindavík verða send út sms skilaboð á gsm síma inn á svæðinu með þessum texta: RÝMING RÝMING! Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð. RÝMING RÝMING ……. EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.
• Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.
• Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum.
• Mögulegar flóttaleiðir: Nesvegur, Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur.

Staðan verður endurmetin miðvikudaginn 27. desember 2023.