Nýjast á Local Suðurnes

Um 100 manns klárir í útkall á korteri á jóladag – “Ómetanlegt að hafa aðgang að þessum snillingum”

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Hátt í 100 björgunarsveitarmenn frá öllum sveitum á Suðurnesjum, sem skiptust í göngu-, fjórhjóla- og bílaflokka voru mættir til leitar að pólskum manni, Silwester Krzanowaski, sem týndist á Suðurnesjum í gær á innan við sextán mínútum frá því að tilkynning barst frá lögreglu um að aðstoðar væri þörf við leitina. Þá voru tveir bátaflokkar klárir ásamt sporhundum frá Reykjavík auk manna frá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Silwester fannst heill á húfi síðar um kvöldið, en lögregla og aðstandendur höfðu áhyggjur af því að hann gæti orðið úti, enda fjögurra stiga frost auk vindkælingar.

Frá þessu greinir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í Facebook-færslu, en með færslunni vill hann benda á það ómetanlega starf sem björgunarsveitirnar vinna í sjálfboðavinnu. Þá vekur Sigvaldi athygli á aðal fjármögnunarleið björgunarsveitanna, flugeldasölunni, sem hefst á morgun.

Pistil Sigvalda má finna hér fyrir neðan: