Hanna María nýr mannauðs- og gæðastjóri Reykjanesbæjar
Hanna María Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr Mannauðs- og gæðastjóri Reykjanesbæjar. Hún hefur víðtæka reynslu í mannauðsmálum og breytingastjórnun.
Hanna María, sem hefur störf hjá Reykjanesbæ á haustmánuðum, er viðskiptafræðingur að mennt með marktæka reynslu á sviði mannauðsmála og breytingastjórnunar. BS ritgerð hennar frá Háskólanum að Bifröst fjallaði meðal annars um þetta efni og bar yfirskriftina Mannauðsstjórnun; hvað hefur áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækja.
Hanna María hefur starfað við stjórnunarstörf sem tengjast mannauði, samskiptum, fjármálum og rekstri hjá Reiknistofu bankanna, Teris hf og Spron en starfar nú hjá Heilsumiðstöðinni ehf. við innleiðingu breytinga, endurskipulagningu ferla, þjálfun starfsfólks og eftirfylgni með nýjum stöðlum.