Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglumenn brugðu á leik á Sólseturshátíð í Garði

Nú fer fram Sólseturshátíð þeirrra Garðmanna og það hitti svo vel á að knattspyrnulið Víðis átti heimaleik gegn Magna frá Grenivík.

Lögreglumenn brugðu á leik í hálfleik er heimaliðið Víðir tók á móti Magna Grenivík og mældu hversu hratt krakkar gætu sparkað fótbolta í mark. Það var stelpa sem sparkaði hraðast eða á 88 km/klst., segir  lögreglan á Facebook síðu sinni.

Víðismenn töpuðu þó leiknum 0-1 en gestirnir frá Grenivík skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins.